Sunnudaginn 6. nóvember, er Allra heilagra messa í kirkjum landsins. Á þeim degi minnumst við látinna ástvina og heiðrum minningu þeirra sem hafa kvatt okkur síðastliðið ár.

Við hátíðarmessu kl. 20 í Akraneskirkju verða lesin nöfn þeirra sem voru jarðsungin í Garða- og Saurbæjarprestakalli frá Allra heilagra messu árið 2021. Einnig verða tendruð kertaljós til minningar um látna ástvini.

Messan er gott tækifæri til að heiðra minningu þeirra sem hafa kvatt okkur og eins að vera minnt á vonarboðskap Jesú Krists.

Eftir messu verður boðið í kirkjukaffi í Safnaðarheimilinu Vinaminni.