Fimmtudaginn 16. desember kl. 20:00 mun Kór Akraneskirkju fagna komu jólanna með jólatónleikum í Vinaminni. Lagaval tónleikanna er fjölbreytt og skemmtilegt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Forsala á tónleikana er hafin í versluninni Bjargi. Lausir miðar verða seldir við innganginn.

Miðaverð er 4.ooo kr. Takamarkaður sætafjöldi.

Tekið skal fram að fylgt verður ítrustu sóttvarnarreglum sem gilda á tónleika degi

Hraðpróf:

Vegna núgildandi sóttvarnartakmarkanna verða allir tónleikagestir að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi sem eigi er eldra en 48klst gamalt. Hægt er að sækja um og fara í hraðpróf vegna viðburða hjá HVE á Akranesi. Hraðpróf fara fram alla daga milli 13-13:15 að Þjóbraut 11 (Sjúkrabílageymsla Rauða krossins)  Samkvæmt þessu þurfa tónleikagestir að fara í hraðpróf annað hvort mið. 15. eða fim. 16.

Bóka þarf tíma í hraðpróf gegnum https://hradprof.covid.is/
-Athugið að fólk þarf að hafa strikamerki til að komast í hraðpróf.

Nánari upplýsingar um Hraðpróf er að finna á www.hve.is

Þetta er ekkert mál, bara smá vesen. Hvað gerir maður ekki til að komast á frábæra Jólatónleika.