Útvarpsguðsþjónusta
Sunnudaginn 16. júlí kl. 11 verður útvarpað á Rás 1 guðsþjónustu frá Hallgrímskirkju í Saurbæ. Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti er Zsuzsanna Budai. Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar fyrir altari en sr. Ólöf Margrét Snorradóttir prédikar.

Guðsþjónusta í júlí
Sunnudaginn 23. júlí verður kvöldmessa kl. 20 í Akraneskirkju í tengslum við hátíðina Hinsegin Vesturland.

Starfið í sumar
Í júlí er skrifstofa Akraneskirkju í Vinaminni opin frá kl. 10-14.

Hefðbundnu safnaðarstarfi vetrarins lauk í maí en hefst að nýju í september með barnastarfi og opnu húsi fyrir eldri kynslóðirnar. Þá hefst hefðbundið helgihald að nýju um miðjan ágúst.

Í júní fóru fram ævintýranámskeið í Akraneskirkju fyrir 6-9 ára börn. Voru þetta þrjú námskeið, vika í senn sem samanstóð af útiveru og ævintýrum með rólegri stundum inn á milli með söng og sögum. Umsjón  með starfinu hafi sr. Þóra Björg og sér til aðstoðar hafði hún góða leiðtoga úr æskulýðsstarfinu.

Á sjómannadag var hefðibundin hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju í tilefni dagsins þar sem tveir sjómenn voru heiðraðir, þeir Hjörtur Júlíusson og Hallgrímur Eðvarð Árnason.
Á 17. júní var hátíðarguðsþjónusta í Leirárkirkju og Akraneskirkju en í þeirri síðarnefndu flutti nýstúdent ávarp, það var Andrea Kristín Ármannsdóttir og hreif hún alla með orðum sínum. Meðfylgjandi eru myndir frá þessum athöfnum.

Í Hallgrímskirkju í Saurbæ eru sumartónleikar alla sunnudaga kl. 16 með fjölbreyttri dagskrá sem sjá má hér.