Messuhlé verður í júlí og fram til 13. ágúst. Helgihald síðustu helgar júnímánaðar er sem hér segir:

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Göngumessa kl. 11.
Gengið í fallegu umhverfi kirkjunnar, m.a. að Hallgrímslind og Hallgrímssteini.
Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir og sr. Kristján Valur Ingólfsson leiða gönguna.

Akraneskirkja

Kvöldmessa kl. 20
Kór Akraneskirkju syngur, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Prestur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir.

Velkomin til kirkju!