Næsta fræðslukvöld er mánudaginn 20. mars kl. 20 í Akraneskirkju. Að þessu sinni ætlum við að ræða um guðsþjónustuna. Gestur kvöldsins er sr. Kristján Valur Ingólfsson fv. vígslubiskup í Skálholti. Hann hefur unnið við að rannsakað liturgíu kirkjunnar og einnig kennt við guðfræðideild Háskóla Íslands. Kristján mun leitast við að svara þeirri spurningu hvers vegna messan sé svona eins og hún er, hvaða hefðir liggja að baka og hvernig hafa þær þróast. Þá mun hann einnig fjalla um þær breytingar sem orðið hafa á messunni og hvað er framundan með nýrri handbók kirkjunnar.

Að loknu erindi Kristjáns verður hægt að bera fram spurningar og spjalla um efnið undir kaffibolla.