Á dögunum var auglýst eftir organista og kórstjóra við Akraneskirkju. Fjórar umsóknir bárust  og hefur sóknarnefndin boðið Hilmari Erni Agnarssyni starfið.

Hilmar Örn hefur starfað í afleysingu við Akraneskirkju undanfarið ár. Hilmar Örn er menntaður í Þýskalandi og hefur langa reynslu sem organisti. Hann hefur starfið við Grafarvogskirkju, Kristskirkju í Reykjavík, lengst var hann organisti við Skálholtsdómkirkju og hefur stjórnað fjölmörgum kórum með góðum árangri.

Við bjóðum hann velkomin til starfa sem fastráðin starfsmaður og hlökkum til samstarfsins.