Á þjóðhátíðardaginn er hátíðarguðþjónusta við Akraneskirkju kl. 13. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar, Védís Agla Reynisdóttir nýstúdent heldur ræðu. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel og Kór Akraneskirkju syngur.

Hátíðarkaffi kirkjunefndar stendur frá kl.14-17 í Vinaminni. Verð kr. 2500 fyrir fullorðna, kr 500 fyrir börn 6-12 ára. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Athugið enginn posi er á staðnum.

Messan í Hvalfjarðarsveit fellur því miður niður þetta árið vegna framkvæmda við Innra-Hólmskirkju en kirkjan verður tekin aftur í notkun í haust.