Hvítasunnan er fimmtíu dögum eftir páska. Hún er fæðingarhátíð kirkjunnar, hátíð heilags anda. Hún minnir okkur á að Jesús hefur brotið og afnumið alla múra milli manna og þjóða og kynþátta og milli Guðs og manna, og myndað nýtt samfélag, kirkjuna. Guð hefur endurfætt okkur til þess samfélags í skírninni.

Þessari stórhátíð fögnum við í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Á hvítasunnudag eru tvær guðsþjónustur. Hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 11. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar fyrir altari og predikar, Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel og Kór Akraneskirkju syngur.

Í Innra-Hólmskirkju er fermingarguðsþjónusta kl. 11. Fermd verða Aron Óttar Bergþórsson, Guðbjörg Haraldsdóttir og Ísak Logi Jónasson. Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar fyrir altari, Zsuzsanna Budai leikur á orgel og Kór Saurbæjarprestakalls syngur.

Verið öll velkomin til kirkju á Hvítasunnudag.