Það líður að jólum þrátt fyrir að margt sé óvenjulegt og enn séu í gildi sóttvarnartakmarkanir. Í kirkjum Garða- og Saurbæjarprestkalls mun fara fram fjölbreytt helgihald um jólin. Í stærstu messunum á aðfangadag og jóladag verður kirkjunni skipt í sóttvarnarhólf og með því móti er hægt að taka á móti fleiri gestum en 50.

Við biðjum alla að fylgja fyrirmælum starfsfólks þegar komið er til kirkju og eins þegar gengið er út.

Sunnudaginn 19. desember er íhugunarguðsþjónusta í Akraneskirkju, þar verður notast við aðferð sem heitir skóli orðsins til að íhuga intak og merkinu jólanna. sr. Þráinn Haraldsson leiðir stundin og Hilmar Örn Agnarson leikur á orgel.