Í ljósi aðstæðna og nýrra takmarkana sem tekið hafa gildi hefur verið tekin sú ákvörðun að aflýsa öllu helgihaldi um jól og áramót. Þetta er þungbært en það sem við töldum skynsamlegast.
Við viljum minna á að prestar prestakallsins eru til viðtals yfir hátíðarnar. Það mun koma jólakveðja frá prestunum á morgun Þorláksmessu og einnig á milli jóla og nýárs.
 
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.