Sr. Jónína Ólafsdóttir og sr. Þóra Björg Sigurðurdóttir sem voru valdar til þjónustu við Garða og Saurbæjarprestakall í byrjun mars áttu sinn fyrsta vinnudag í dag, 1. apríl. Þá eru prestarnir orðnir þrír en sr. Þráinn Haraldsson er sóknarprestur.

Það eru sérkennilegir tímar til að mæta til starfa á nýjan vinnustað um þessar mundir. Ekki er helgihald í kirkjunni vegna samkomubanns og starfsfólk kirkjunnar er skipt í tvö teymi. Prestarnir þrír hafa því einungis hist á fjarfundum en næstu vikur verða notaðar til að skipuleggja starfið næsta vetur, en margt spennandi er framundan.

Prestar prestakallsins munu halda áfram að deila efni á facebook síðu kirkjunnar og einnig hefur verið stofnað Instagram undir heitinu Garða og Saurbæjarprestakall, það er spennandi vettvangur til að fylgjast með því sem er að gerast í kirkjunum í prestakallinu.