Opið hús í Vinaminni miðvikudaginn 30. september kl: 13.30.
Umsjón með stundinni hefur sr. Jónína Ólafsdóttir.

Þann 30. september ætlum við að grafa upp bingóspjöldin í Vinaminni og rifja upp gamla bingótakta. Pétur Jóhannesson stjórnar af sinni alkunnu snilld.
Að bingói loknu brestum við í söng og njótum svo spjalls og samveru yfir kaffiveitingum.
Stundin hefst klukkan 13.30.

Gætt verður að fjarlægðartakmörkum og spritt og grímur eru á staðnum fyrir þá sem það kjósa.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.