Sr. Eðvarð hverfur til nýrra starfa

Sr. Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur í Akraneskirkju og biskup Íslands hafa gert með sér samkomulag um að sr. Eðvarð takist á hendur ný verkefni í vígðri þjónustu kirkjunnar og hverfi frá núverandi þjónstu sem sóknarprestur Garðaprestakalls frá og með 1. apríl 2019.

Frá sama tíma fellur skylda til að halda úti prestssetri á Akranesi niður og hefur kirkjumálasjóður, sem er eigandi þess, hafið söluferli á eigninni.

 

Breyting á dagskrá

Sú breyting hefur orðið á fyrirbænastundum að þær verða framvegis á miðvikudögum kl. 12.15.  Áður voru þær á fimmtudögum.
Eftir stundina er boðið upp á léttar veitingar í Vinaminni eins og verið hefur.

Einnig hafa opnu húsin fyrir eldri borgara verið færð yfir á miðvikudaga en þau verða annan miðvikudag í mánuði.

Nýr geisladiskur Kórs Akraneskirkju

 

Kór Akraneskirkju gaf út geisladisk í desember og fagnaði því með útgáfutónleikum í Vinaminni laugardaginn 15. desember. Á diskinum má finna úrval kórlaga sem kórinn hefur flutt í gegnum tíðina. Diskurinn hefur ekki að geyma jólatónlist en allar aðrar árstíðir koma við sögu. Textar eru á íslensku og má finna ljóð og þýðingar eftir Akurnesingana Guðmund Kristjánsson, Halldór Hallgrímsson, Jón Gunnar Axelsson, Jónínu Björgu Magnúsdóttur og Sigurbjörgu Þrastardóttur.

Kórinn hefur fengið gott tónlistarfólk til liðs við sig og eru það Viðar Guðmundsson sem leikur á píanó, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og svo eru það kórfélagarnir Kristín Sigurjónsdóttir sem leikur á fiðlu, Eyjólfur Rúnar Stefánsson sem leikur á gítar og einsöng syngur Halldór Hallgrímsson.

Upptökumaður var Håkan Ekman og um upptökustjórn sá Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju. Kolbrún Sigurðardóttir sá um hönnun umslags.

Hægt er að kaupa diskinn í verslununum Eymundsson og Omnis á Akranesi en einnig er hægt að panta eintök með því að senda töluvpóst á korakraneskirkju960@gmail.com

 

120 ára vígsluafmæli Akraneskirkju

IMG_2172

Akraneskirkja var þéttsetin sunnudaginn 21. ágúst þegar þess var minnst að 120 ár voru liðin frá vígslu hennar (23. ágúst 1896) og 30 ár frá vígslu  safnaðarheimilisins Vinaminnis.

IMG_2181

Séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, prédikaði en auk hennar þjónuðu við athöfnina prestar safnaðarins, þeir sr. Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur og sr. Þráinn Haraldsson sem kom til starfa í fyrra þegar nýtt stöðugildi prests var stofnað. Prófastur Vestlendinga, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, las guðspjall dagsins. Tveir úr sóknarnefnd, þau Kristján Sveinsson og Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, lásu ritningarorð. Kór Akraneskirkju söng undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista. Allir sálmarnir tengdust kirkjunni og prestakallinu á einhvern hátt.

Eftir guðsþjónustu var gestum boðið til kaffisamsætis í Vinaminni.

Akraneskirkja fær stórgjöf

Hjónin, Ingólfur Árnason og Guðrún Agnes Sveinsdóttir, færðu Akraneskirkju stórgjöf í tilefni merkra tímamóta í kaffisamsætinu eftir hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni.

   Í gjafabréfi sem þau afhentu sóknarpresti Akurnesinga og biskupi Íslands, yfirmanni Þjóðkirkjunnar, segir orðrétt:

   Í tilefni af 120 ára vígsluafmæli Akraneskirkju viljum við hjónin,
f. h. fyrirtækjanna Þorgeirs & Ellerts og Skagans, færa kirkjunni fjármuni að gjöf til minningar um föður minn, Árna Ingólfsson lækni, sem lést á þessu ári og tengdamóður mína, Unu Jónmundsdóttur sem lést 2013. Um leið viljum við minnast Harðar Pálssonar sem um árabil var stjórnarformaður hjá Þorgeiri & Ellert og starfaði mikið á vettvangi Akraneskirkju. Hann lést í fyrra.  

   Upphæðin sem hér um ræðir er 3 milljónir kr. og hefur hún nú þegar verið lögð inn á bankareikning kirkjunnar.

   Ég treysti sóknarnefnd og prestum þessa safnaðar til að ráðstafa þessum fjármunum á þann hátt að starfið í söfnuðinum eflist enn frekar.“

  Undir þetta ritar: Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Þorgeirs & Ellerts og Skagans.

Fv.: Ingólfur Árnason, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Eðvarð Ingólfsson, Indriði Valdimarsson skrifstofustjóri Akraneskirkju og Guðrún Agnes Sveinsdóttir.
Fv.: Ingólfur Árnason, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Eðvarð Ingólfsson, Indriði Valdimarsson skrifstofustjóri Akraneskirkju og Guðrún Agnes Sveinsdóttir.

Akraneskirkja á tímamótum

Ávarp sóknarprests, sr. Eðvarðs Ingólfssonar,
í  kaffisamsæti eftir messu, 21. ágúst 2016

Kæru gestir! Ég vil byrja á því að óska okkur öllum til hamingju með 120 ára vígsluafmæli Akraneskirkju og 30 ára vígsluafmæli safnaðarheimilisins!

Í Akraneskirkju hafa margir lifað sínar dýpstu og helgustu stundir í gleði og sorg, stundir sem marka þáttaskil á ævileið.

Lesa áfram Akraneskirkja á tímamótum