Garða- og Saurbæjarprestakall

Akraneskirkja
Sunnudagur 19. janúar
Messa kl. 11. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar.
Sveinn Arnar Sæmundsson leikur á orgel og félagar úr Frímúrarastúkunni Akri lesa texta og leiða safnaðarsöng.
Akursbræður bjóða upp á súpu í Vinaminni, eftir messuna.

Sunnudagaskóli kl. 11 í Vinaminni

Miðvikudagur 22. janúar
Bænastund kl. 12.15
Súpa í Vinaminni eftir stundina

 

Anna Kristjánsdóttir ráðin skrifstofustjóri Akraneskirkju

Gengið hefur verið frá ráðningu Önnu Kristjánsdóttur í starf skrifstofustjóra hjá Akraneskirkju sem auglýst var í lok nóvember. Alls sóttu 27 um starfið en fengin var óháð ráðgjöf frá Capacent við matsferlið og umsjón með ráðningarferlinu. Var það niðurstaða sóknarnefndar að loknu matsferli að Anna væri hæfust umsækjenda.

Anna Kristjánsdóttir hefur mikla reynslu af bókhaldi og hefur undanfarin ár unnið hjá Speli, bæði sem aðalbókari og síðasta ár sem framkvæmdastjóri. Hún hefur einnig mikla reynslu af þjónustu og samskiptum í gegnum störf sín hjá Slysavarnardeildinni Líf, þar sem hún hefur m.a. lokið ítarlegu námskeiði í sálrænni skyndihjálp. Anna hefur einnig verið virk í starfi innan kirkjunnar og þekkir vel til innviða hennar. Anna er búsett á Akranesi ásamt fjölskyldu sinni. Við bjóðum hana velkomna til starfa í kirkjunni um leið og við þökkum öðrum umsækjendum þann mikla áhuga sem starfinu var sýndur.

Sr. Þráinn Haraldsson kjörinn sóknarprestur

 

Kjörnefnd Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalls hefur valið
sr. Þráin Haraldsson sem sóknarprest úr hópi umsækjenda um prestakallið.

Sr. Þráinn hefur verið starfandi prestur við Garðaprestakall á Akranesi frá árinu 2015 og settur sóknarprestur þar frá því í desember í fyrra og sömuleiðis í hið nýja prestakall, Garða-og Hvalfjarðarstrandarprestakall, frá því í vor.

Sr. Þráinn er fæddur 29. maí 1984 og lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 2004; sama ár lauk hann 6. stigi í einsöng frá söngskólanum í Reykjavík. Hann lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2009, síðar prófi frá Endurmenntun H.Í., í sálgæslu barna og unglinga. Þá stundaði hann nám við Misjonshøgskolen 2014-2015.

Hann var vígður í Dómkirkjunni í Reykjavík til prestsþjónustu í Noregi og gegndi henni þar á árunum 2011-2015.

Sr. Þráinn á fjölbreytilegan feril að baki í kristilegu starfi bæði hér heima og í Noregi.

Kona sr. Þráins er Erna Björk Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur og eiga þau þrjú börn.

Umsóknarfrestur rann út 25. júní s.l.

Biskup Íslands mun skipa í embættið í samræmi
við niðurstöður kjörnefndar.

Fermingarfræðsla 2019 – 2020

Fermingarfræðslan í Akraneskirkju hefst í ágúst 2019 með sumarnámskeiði. Öll ungmenni fædd 2006 sem skráð eru í Þjóðkirkjuna fá bréf á næstu dögum með upplýsingum um skráningu í fermingarfræðsluna.

Akraneskirkja býður þeim og foreldrum þeirra til kynningarfundar þriðjudaginn 7. maí kl. 18.

Við hlökkum til að sjá flest af fermingarbörnum komandi vetrar.

 

Fékkstu ekki bréf? Hægt er að lesa bréfið hér. 

 

Fermingar 2020

Vorið 2020 verður fermt í Akraneskirkju eftirtalda daga:

22. mars kl. 10.30

29. mars kl. 10.30 og 13.30

5. apríl (Pálmasunnudagur) kl. 10.30 og 13.30

19. apríl kl. 10.30 og 13.30

 

Í lok apríl verða send út bréf til allra barna fædd 2006 sem skráð eru í Þjóðkirkjuna. Kynningarfundur fyrir væntanleg fermingarbörn og foreldra þeirra verður haldin í Vinaminni þriðjudaginn 7. maí kl. 18.30. Skráning í fermingarfræðsluna hefst í kjölfarið.

 

120 ára vígsluafmæli Akraneskirkju

IMG_2172

Akraneskirkja var þéttsetin sunnudaginn 21. ágúst þegar þess var minnst að 120 ár voru liðin frá vígslu hennar (23. ágúst 1896) og 30 ár frá vígslu  safnaðarheimilisins Vinaminnis.

IMG_2181

Séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, prédikaði en auk hennar þjónuðu við athöfnina prestar safnaðarins, þeir sr. Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur og sr. Þráinn Haraldsson sem kom til starfa í fyrra þegar nýtt stöðugildi prests var stofnað. Prófastur Vestlendinga, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, las guðspjall dagsins. Tveir úr sóknarnefnd, þau Kristján Sveinsson og Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, lásu ritningarorð. Kór Akraneskirkju söng undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista. Allir sálmarnir tengdust kirkjunni og prestakallinu á einhvern hátt.

Eftir guðsþjónustu var gestum boðið til kaffisamsætis í Vinaminni.

Akraneskirkja fær stórgjöf

Hjónin, Ingólfur Árnason og Guðrún Agnes Sveinsdóttir, færðu Akraneskirkju stórgjöf í tilefni merkra tímamóta í kaffisamsætinu eftir hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni.

   Í gjafabréfi sem þau afhentu sóknarpresti Akurnesinga og biskupi Íslands, yfirmanni Þjóðkirkjunnar, segir orðrétt:

   Í tilefni af 120 ára vígsluafmæli Akraneskirkju viljum við hjónin,
f. h. fyrirtækjanna Þorgeirs & Ellerts og Skagans, færa kirkjunni fjármuni að gjöf til minningar um föður minn, Árna Ingólfsson lækni, sem lést á þessu ári og tengdamóður mína, Unu Jónmundsdóttur sem lést 2013. Um leið viljum við minnast Harðar Pálssonar sem um árabil var stjórnarformaður hjá Þorgeiri & Ellert og starfaði mikið á vettvangi Akraneskirkju. Hann lést í fyrra.  

   Upphæðin sem hér um ræðir er 3 milljónir kr. og hefur hún nú þegar verið lögð inn á bankareikning kirkjunnar.

   Ég treysti sóknarnefnd og prestum þessa safnaðar til að ráðstafa þessum fjármunum á þann hátt að starfið í söfnuðinum eflist enn frekar.“

  Undir þetta ritar: Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Þorgeirs & Ellerts og Skagans.

Fv.: Ingólfur Árnason, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Eðvarð Ingólfsson, Indriði Valdimarsson skrifstofustjóri Akraneskirkju og Guðrún Agnes Sveinsdóttir.
Fv.: Ingólfur Árnason, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Eðvarð Ingólfsson, Indriði Valdimarsson skrifstofustjóri Akraneskirkju og Guðrún Agnes Sveinsdóttir.

Akraneskirkja á tímamótum

Ávarp sóknarprests, sr. Eðvarðs Ingólfssonar,
í  kaffisamsæti eftir messu, 21. ágúst 2016

Kæru gestir! Ég vil byrja á því að óska okkur öllum til hamingju með 120 ára vígsluafmæli Akraneskirkju og 30 ára vígsluafmæli safnaðarheimilisins!

Í Akraneskirkju hafa margir lifað sínar dýpstu og helgustu stundir í gleði og sorg, stundir sem marka þáttaskil á ævileið.

Lesa áfram Akraneskirkja á tímamótum