Sunnudagur 2. apríl
Fermingarmessa kl. 10.30
Fermingarmessa kl. 14

Sunnudagaskóli kl. 11
í gamla Iðnskólanum

Kvöldmessa kl. 20
Sr. Þráinn Haraldsson þjónar
Tónlistarhópurinn Sálmari spilar
Fallegir sálmar og orð. Verið velkomin í kirkjuna ykkar

Bænastund á fimmtudögum kl. 12.15

Fimmtudagur 6. apríl
Opið hús kl. 13.30
Bingó og kaffi
Gestur: Þorvaldur Halldórsson
Allir velkomnir

 
 
barna-og-aeskulydsstarf2016 

Barnastarf og krílasálmar

Nú er hafin skráning í barnastarf kirkjunnar og krílasálma. Sjá hér fyrir neðan.

 

Í haust er boðið upp á krílasálma, tónlistarnámskeið fyrir börn 3-12 mánaða og foreldra þeirra. Umsjónarmaður er Valgerður Jónsdóttir. Samverurnar eru á mánudögum kl. 10:30. Fyrsta samveran af sex er mánudaginn 30. janúar.

Námskeiðið kostar 6000 kr, það er takmarkaður fjöldi og því er nauðsynlegt að skrá sig.

Skráning er hér.

Nánari upplýsingar um krílasálma.

120 ára vígsluafmæli Akraneskirkju

IMG_2172

Akraneskirkja var þéttsetin sunnudaginn 21. ágúst þegar þess var minnst að 120 ár voru liðin frá vígslu hennar (23. ágúst 1896) og 30 ár frá vígslu  safnaðarheimilisins Vinaminnis.

IMG_2181

Séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, prédikaði en auk hennar þjónuðu við athöfnina prestar safnaðarins, þeir sr. Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur og sr. Þráinn Haraldsson sem kom til starfa í fyrra þegar nýtt stöðugildi prests var stofnað. Prófastur Vestlendinga, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, las guðspjall dagsins. Tveir úr sóknarnefnd, þau Kristján Sveinsson og Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, lásu ritningarorð. Kór Akraneskirkju söng undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista. Allir sálmarnir tengdust kirkjunni og prestakallinu á einhvern hátt.

Eftir guðsþjónustu var gestum boðið til kaffisamsætis í Vinaminni.

Akraneskirkja fær stórgjöf

Hjónin, Ingólfur Árnason og Guðrún Agnes Sveinsdóttir, færðu Akraneskirkju stórgjöf í tilefni merkra tímamóta í kaffisamsætinu eftir hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni.

   Í gjafabréfi sem þau afhentu sóknarpresti Akurnesinga og biskupi Íslands, yfirmanni Þjóðkirkjunnar, segir orðrétt:

   Í tilefni af 120 ára vígsluafmæli Akraneskirkju viljum við hjónin,
f. h. fyrirtækjanna Þorgeirs & Ellerts og Skagans, færa kirkjunni fjármuni að gjöf til minningar um föður minn, Árna Ingólfsson lækni, sem lést á þessu ári og tengdamóður mína, Unu Jónmundsdóttur sem lést 2013. Um leið viljum við minnast Harðar Pálssonar sem um árabil var stjórnarformaður hjá Þorgeiri & Ellert og starfaði mikið á vettvangi Akraneskirkju. Hann lést í fyrra.  

   Upphæðin sem hér um ræðir er 3 milljónir kr. og hefur hún nú þegar verið lögð inn á bankareikning kirkjunnar.

   Ég treysti sóknarnefnd og prestum þessa safnaðar til að ráðstafa þessum fjármunum á þann hátt að starfið í söfnuðinum eflist enn frekar.“

  Undir þetta ritar: Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Þorgeirs & Ellerts og Skagans.

Fv.: Ingólfur Árnason, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Eðvarð Ingólfsson, Indriði Valdimarsson skrifstofustjóri Akraneskirkju og Guðrún Agnes Sveinsdóttir.
Fv.: Ingólfur Árnason, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Eðvarð Ingólfsson, Indriði Valdimarsson skrifstofustjóri Akraneskirkju og Guðrún Agnes Sveinsdóttir.

Akraneskirkja á tímamótum

Ávarp sóknarprests, sr. Eðvarðs Ingólfssonar,
í  kaffisamsæti eftir messu, 21. ágúst 2016

Kæru gestir! Ég vil byrja á því að óska okkur öllum til hamingju með 120 ára vígsluafmæli Akraneskirkju og 30 ára vígsluafmæli safnaðarheimilisins!

Í Akraneskirkju hafa margir lifað sínar dýpstu og helgustu stundir í gleði og sorg, stundir sem marka þáttaskil á ævileið.

Lesa áfram Akraneskirkja á tímamótum

Fermingarfræðslan hefst!

Myndir kirkja 487

Dagana 15. – 18. ágúst fer fram sumarnámskeið fermingarfræðslunnar. Þetta er nýjung í fermingarstarfi Akraneskirkju og erum við spennt að taka á móti hóp fermingarbarna.

Börn úr Brekkubæjarskóla mæta frá kl. 9-12 þessa daga og börn úr Grundarskóla frá kl. 13-16. Dagskráin samanstendur af helgistundum, fræðslu, föndri, tónlist, leikjum og fleiru.

Þau börn sem ekki eiga kost á að taka þátt í sumarnámskeiðinu mæta til kennslu í september. Þar á eftir mæta öll fermingarbörnin til mánaðarlegrar samveru í safnaðarheimilinu.

Auk þess er fermingarferðalag í Vatnaskóg dagana 1.-2. september.    (Myndin með fréttinni er tekin í fermingarferðlagi síðasta árs.)

Ef einhver á eftir að skrá barnið sitt í fermingarfræðsluna er hægt að skrá hér.

Fundur með væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum þeirra

Nú er hafin undirbúningur fyrir fermingarfræðslu næsta vetrar. Bréf hefur verið sent á öll börn í söfnuðinum fædd árið 2003. Þeim og foreldrum þeirra er boðið á kynningarfund um fermingarfræðsluna þriðjudaginn 3. maí kl. 18:00. Þar verður farið yfir dagskrá næsta vetrar, en hún verður með öðru sniði en undanfarin ár.  Að fundi loknum verður opnað fyrir skráningu í fermingarfræðsluna hér á vefnum.

Bréfið sem sent var til foreldra má lesa hér að neðan.

Ef barnið þitt hefur ekki fengið bréf en hyggst taka þátt í fermingarfræðslu í Akraneskirkju ert þú að sjálfsögðu velkomin(n) á fundinn.

Fermskrán2016-2017

Krílasálmar

Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir 3-12 mánaða börn og foreldra þeirra tengdar tónlist kirkjunnar. Söngur, hreyfing og notaleg samvera í gegnum barnasálma, aðra þekkta barnatónlist, leiki og þulur.

Sex vikna námskeið verður haldið í Akraneskirkju á mánudögum kl.10:30 frá 18.janúar.

Umsjón með Krílasálmum hefur Valgerður Jónsdóttir.

Nú er orðið fullt á námskeiðið.  Hægt er að skrá á biðlista.

Skráning fer fram hér.

Nánari upplýsingar um krílasálma má finna hér.