Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Fréttasafn
Þorri og Þura koma í opnunarhátíð sunnudagaskólans
Við ætlum að byrja sunnudagaskólann okkar í vetur með því að fá góða gesti í heimsókn, Þorra og Þuru. ATH NÝJAN TÍMA Á SUNNUDAGASKÓLANUM kl.10. Í vetur ætlum við að prófa að vera með sunnudagaskólann kl.10. Þennan sunnudag, 12.sept, verðum við í Vinaminni og ætlum við að byrja á því að syngja og heyra sögu. Síðan koma Þorri og Þura til okkar með leiksýningu og að því loknu grillum við pylsur. Þessi stund er [...]
Guðsþjónusta kl. 14 í Akraneskirkju sunnudaginn 5. september
Það verður guðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 14 sunnudaginn 5. september. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason prédikar, Hilmar Örn Agnarsson er organisti og félagar úr kór Akraneskirkju leiða söng. Verið velkomin!
Sr. Ólöf Margrét ráðin
Biskup Íslands auglýsti eftir presti til þjónustu í Garða- og Saurbæjarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi, og rann umsóknarfrestur út 25. maí s.l. Miðað var við að viðkomandi hæfi störf þann 1. ágúst. Kjörnefnd kaus sr. Ólöfu Margréti Snorradóttur, til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar. Nýi presturinn Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir er fædd á Ísafirði 1971. Foreldrar hennar eru Fríða Hjálmarsdóttir, sjúkraliði, og Snorri Sturluson, fiskmatsmaður. Sr. Ólöf ólst upp fyrstu [...]
125 ára vígsluafmæli Akraneskirkju
Í dag á Akraneskirkja 125 ára vígsluafmæli. Síðari hluta ársins 1894 var valinn yfirsmiður yfir smíði Akraneskirkju. Fyrir valinu var Guðmundur Jakobsson, trésmiður frá Sauðafelli í Dölum. Hann var á þessum tíma búsettur í Keflavík, en þar var þá hafinn undirbúningur að smíði kirkju eftir forsögn Guðmundar. Sú kirkja var í öllum meginatriðum hliðstæð þeirri kirkju, sem Guðmundur fékk sóknarnefndinni í Garðasókn uppdrátt af og hún samþykkti að láta reisa á Skipaskaga. Hinn 9. [...]
Kvöldmessa 15. ágúst
Það verður kvöldmessa í Akraneskirkju sunnudaginn 15. ágúst kl. 20:00. Séra Þóra Björg Sigurðardóttir prédikar, Sveinn Arnar Sæmundsson er organisti og félagar úr Kór Akraneskirkju leiða söng. Verið hjartanlega velkomin.
Skipt um járn á þaki Akraneskirkju
Þessa dagana er verið að skipta um járn á hluta af þakinu á Akraneskirkju. SF Smiðir sjá um verkið. Sólin og góða veðrið leikur við þá þessa dagana og við vonum að það verði áfram. Akraneskirkja á afmæli 23 ágúst en þá erum komin 125 ár frá því hún var vígð.
Guðsþjónusta 8. ágúst
Sunnudaginn 8. ágúst er kvöldguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 20. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar og Sveinn Arnar Sæmundsson leikur á orgel. Predikunartexti dagsins fjallar um fund Jesú með samversku konunni, þar sem hann fjallar um hver Guð og hvernig við tilbiðjum hann. Allir eru velkomnir í kirkjuna til að eiga kvöldstund, það er nóg pláss og því auðvelt að halda hæfilegri fjarlægð eins og við reynum þessa dagana.
Det Danske Drengekor í Vinaminni
Einn fremsti drengjakór Norðurlanda heimsækir Akranes, fimmtudaginn 1. júlí.
Guðsþjónusta í Garðalundi 13. júní
Það verður guðsþjónusta í Garðalundi sunnudaginn 13. júní kl. 11. Guðsþjónustan hefst kl. 11 og félagar úr kór Akraneskirkju leiða söng. Stundin hentar fyrir alla aldurshópa og að henni lokinni verða grillaðar pylsur. Verið hjartanlega velkomin!
Minningagluggi eftir Leif Breiðfjörð
Í anddyri safnaðarheimilisins er fallegur, steindur gluggi eftir glerlistamanninn Leif Breiðfjörð. Glugginn er til minningar um frú Lilju Pálsdóttur og er gjöf séra Jóns M. Guðjónssonar og barna hans. Glugginn snýr að kirkjunni og var hann tilbúinn seinni hluta árs 1986. Kirkjunefnd Akraneskirkju lagði einnig sitt af mörkum til styrktar þessu verkefni.
Sjómannadagurinn 6. júní
Sunnudaginn 6. júní er sjómannadagurinn. Blómsveigur verður lagður að minnisvarða um horfna sjómenn í Kirkjugarði Akraness kl. 10. Guðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 11. Að henni lokinni verður haldið á Akratorg og blómsveigur lagður að minnismerki sjómanna. Verið hjartanlega velkomin.
Sláttur er hafinn í kirkjugarðinum á Akranesi
Með hækkandi sól byrjar gróðurinn að lifna við og Jón Guðmundsson mætir með unga fólkið sitt til að slá og hreinsa í kirkjugarðinum. Í vor keypti kirkjugarðurinn rafmagnsorf en þau eru hljóðlát og þægileg í notkun. Auk þess ganga þau fyrir hleðslurafhlöðum og eru því mun umhverfisvænni en bensínorfin sem hafa verið notuð um árabil. Þá er búið að hleypa vatni á vatnshanana og garðkönnurnar eru komnar á sinn stað. Kirkjugarðurinn verður því fagur [...]