Home2023-01-05T21:45:34+00:00
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna
Vaktsími presta: 893-5900

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Leirárkirkja

Innra-Hólmskirkja

Útfarir
Helgistundir
Hjónavígslur
Viðburðir framundan
Skírnir

Vaktsími presta: 893-5900

Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Ýmislegt

Engir viðburðir framundan

Fréttasafn

Hátíðarræða flutt í Akraneskirkju 17. júní 2014

Sólveig Rún Samúelsdóttir Sólveig Rún Samúelsdóttir Góðan dag kæru kirkjugestir og gleðilega þjóðhátíð. Í dag eru nákvæmlega 70 ár liðin frá því að lýðveldið Ísland var stofnað á Þingvöllum 1944. Það var engin tilviljun að þessi dagur varð fyrir valinu því aðal baráttumaður sjálfstæðisins, Jón Sigurðsson var fæddur þennan dag árið 1811. Jón var afar snjall og útsjónarsamur maður, hann sá tækifæri til baráttu þegar enginn annar sá það. Hann fór ótroðnar [...]

21. október, 2014|

Fjör í opnu húsi eldri borgara

Það var líf og fjör í Vinaminni sl. fimmtudag. Gestur dagsins var hinn síungi Ragnar Bjarnason og skemmti hann gestum eins og honum er einum lagið. Að lokinni skemmtun var hann síðan leystur út með gjöfum í tilefni af áttræðisafmæli hans. Sr. Eðvarð afhenti honum  m.a. göngugrind, ullarsokka og bókina um Geiturnar þrjár. Guðjón Hafliðason mætti síðan á svæðið og bauð Ragga, Helle konu hans og sr. Eðvarð á rúntinn í eðalvagni sínum.

17. október, 2014|

Vetrarstarfið kynnt

Við kvöldmessu í Akraneskirkju í gærkvöldi var sú nýbreytni höfð að með kórnum léku tveir kórfélagar, þeir Halldór Hallgrímsson á gítar og Ingþór Bergmann Þórhallsson á bassa ásamt  organista. Fluttir voru sálmar úr nýútgefinni sálmabók og  mæltist þetta fyrirkomulag mjög vel fyrir hjá kirkjugestum sem voru fjölmargir. Eftir messu var boðið upp á kaffi og rjómavöfflur í safnaðarheimilinu og vetrarstarfið kynnt í suttu máli. M.a. sungu bráðefnilegar stúlkur úr barnakórnum við mikinn  fögnuð viðstaddra.

29. september, 2014|

Ungmennakór Akraneskirkju

  Ungmennakór, 2.- 5. bekkur, æfir á miðvikudögum frá kl. 17-17:45. Æfingar fara fram í Iðnskólahúsinu (við hliðina á safnaðarheimilinu). Skemmtilegar söngsamverur fyrir söngelska krakka. Skráning og upplýsingar hjá Sveini Arnari, í s. 433-1505 og 865-8974.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið arnar@akraneskirkja.isÆfingar hefjast miðvikudaginn 17. september.

15. september, 2014|

Fjör á orgeltónleikum

 Það voru skemmtilegir krakkar úr Grundaskóla og Brekkubæjarskóla sem heimsóttu Akraneskirkju ásamt kennurum sínum í morgun, 11. september. Organistarnir Jón Bjarnason og Sveinn Arnar Sæmundsson héldu tónleika fyrir krakkana og spiluðu lög úr kvikmyndum og teiknimyndum.  

11. september, 2014|

Fermingar 2015

Fermt verður fjóra sunnudaga, 22. mars, 29. mars (pálmasunnudag), 12. apríl og 19. apríl. Aðeins ein athöfn verður 22. mars, kl. 14, en tvær athafnir verða hina fermingardagana, kl. 10.30 og 14. Send hafa verið út skráningarblöð til barnanna og á að skila þeim á skrifstofu Akraneskirkju, mánudaginn 8. september eða þriðjudaginn 9. september. Skrifstofan er opin frá kl. 11 til 14 báða dagana.

3. september, 2014|

Ferming fyrir 36 árum

Á Æskulýðsdegi Akraneskirkju 3. mars sl. flutti Sigríður Kr. Valdimarsdóttir stutta hugvekju, þar sem hún rifjaði upp fermingu sína og fermingarundirbúninginn. Sigríður hefur starfað í sóknarnefnd Akraneskirkju um nokkurra ára skeið. Sigríður Valdimarsdóttir Þegar séra Eðvarð sendi mér tölvupóst í vikunni og bað mig að rifja upp fermingardaginn og fermingarundirbúninginn gat ég ekki annað en svarað honum játandi. Ég fermdist á síðustu öld og ekki við öðru að búast en að eitthvað hafi [...]

8. mars, 2013|

Sveinn Arnar Sæmundsson er bæjarlistamaður Akraness árið 2012

Á hátíðarsamkomu í Garðalundi á þjóðhátíðardaginn þann 17. júní sl. var tilkynnt að Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Akraneskirkju yrði bæjarlistamaður Akraness árið 2012 en svo skemmtilega vildi til að Sveinn Arnar tók þátt í hátíðarhöldunum sem undirleikari Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur, sópransöngkonu sem var bæjarlistamaður Akraness árið 2011. Sveinn Arnar Sæmundsson Sveinn Arnar hefur verið áberandi í tónlistarlífinu á Akranesi á undanförnum árum en hann hefur m.a. stjórnað afar öflugu kórastarfi í Akraneskirkju [...]

22. júní, 2012|

Fermingarundirbúningur hafinn

Fermingarundirbúningur er hafinn í Garðaprestakalli. Næsta vor verða um 100 ungmenni fermd í Akraneskirkju. Fermt verður dagana 22. mars, 29. mars, 12. apríl og 19. apríl. Aðeins ein athöfn verður 22. mars, kl. 14. en  tvær athafnir verða hina fermingardagana, kl. 10,30 og 14. Fermingarbörnum er kennt í Grundaskóla á miðvikudögum og í Safnaðarheimilinu Vinaminni á fimmtudögum. Það er einnig liður í fermingarundirbúningi að þau kynnist helgihaldi og félagsstarfi kirkjunnar. Ætlast er til að [...]

12. október, 2006|

Dagur hjónabandsins í Akraneskirkju

Dagur hjónabandsins verður haldinn hátíðlegur í Akraneskirkju nk. sunnudag, 15. október. Er þetta níunda árið í röð sem guðsþjónusta að hausti er tileinkuð hjónabandinu sérstaklega og hefst hún kl. 14. Flutt verður stutt prédikun um ástina og kærleikann. Kammerkór Akraness syngur fallega brúðkaupssálma. Að guðsþjónustu lokinni er öllum kirkjugestum boðið til kaffisamsætis í Safnaðarheimilinu Vinaminni. Þar mun kammerkórinn syngja nokkur ljúf lög til viðbótar. Þetta er guðsþjónusta sem ástfangin hjón og pör á öllum [...]

9. október, 2006|

Raggi Bjarna skemmtir í safnaðarheimilinu

Ragnar Bjarnason   Annan fimmtudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann er opið hús fyrir eldri borgara í Safnaðarheimilinu Vinaminni – frá kl. 13.30 til 16. Þessar samkomur hafa verið afar vel sóttar fram að þessu, svo að ekki sé meira sagt! Í fyrravetur komu yfir 100 manns hverju sinni. Fyrst er spiluð félagsvist eða bingó, síðan gert kaffihlé, þá flutt hugvekja og bæn, og eftir það er létt dagskrá í tali og [...]

5. október, 2006|
Hlaða fleiri fréttum
Go to Top