Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Fréttasafn
Raggi Bjarna ,,messar" á Akranesi
Þeir þremenningar, séra Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur á Akranesi, Ragnar Bjarnason söngvari og spaugari og Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður og tónlistarmaður, hafa frá 2007 staðið að árlegri tónlistarguðsþjónustu, sem vakið hafa mikla athygli, í Akraneskirkju. Húsfyllir hefur verið hverju sinni. Í guðsþjónustunum syngur Ragnar þekkt lög við píanóundirleik Þorgeirs en presturinn byggir brú á milli laganna með stuttri hugvekju hverju sinni. „Þetta eru lög um lífið og tilveruna; ástir og ástarsorg, náttúrufegurð, rómantík og sjómennsku, lög [...]
Tónleikum Kórs Akraneskirkju frestað
Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur aðventutónleikum Kórs Akraneskirkju sem vera áttu í dag verið frestað, til mánudagsins 1. desember kl. 20:30. Verið velkomin!
Aðventutónleikar Kórs Akraneskirkju
Hátíðlegir tónleikar í upphafi aðventu á Kalmansvöllum, sunnudaginn 30. nóvember kl. 17 Flutt verður hin gullfallega jólaóratoría, Oratorio de Noël eftir franska tónskáldið Camille Saint-Saëns, fyrir kór, einsöngvara og kammersveit. Jólaglögg og piparkökur í hléi. Eftir hlé færir kórinn sig nær nútímanum og flytur aðventu- og jólalög í fjölbreyttum útgáfum. Einsöngvarar: Elfa Margrét Ingvadóttir, Halldór Hallgrímsson, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Snorri Wium og Þórgunnur Stefánsdóttir. Sérstakir gestasöngvarar verða þau Halla Jónsdóttir og Heiðmar [...]
Góður gestur í opnu húsi
Sl. fimmtudag kom Guðrún Gunnarsdóttir söngkona og skemmti gestum í opnu húsi ásamt Sveini Arnari. Vakti hún mikla lukku enda frábær söngkona og alþýðleg á allan hátt. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri. Guðrún Gunnarsdóttir
Embætti prests í Garðaprestakalli á Akranesi auglýst
Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti prests í Garðaprestakalli á Akranesi, Vesturlandsprófastsdæmi frá 1. janúar 2015. Biskup Íslands skipar í embætti presta til fimm ára. Í Garðaprestakalli er ein sókn, Akranessókn, með tæplega 7000 íbúa og eina kirkju, Akraneskirkju. Garðaprestakall er á samstarfssvæði með Saurbæjarprestakalli. Um þjónustuskyldur í sókninni fer eftir samþykktum kirkjuþings um innri málefni kirkjunnar. Umsækjendur geri skriflega grein fyrir persónulegum upplýsingum, menntun sinni, starfsferli, samskiptahæfileikum og öðru því sem [...]
Fermingarbörn safna handa fátækum í Afríku
Næstkomandi mánudagskvöld, 3. nóvember frá kl. 18 til 20 munu fermingarbörn eins og undanfarin ár, ganga í hús á Akranesi og safna fjármunum til hjálparbágstöddum í Afríku. Söfnun þessi er skipulögð af Hjálparstarfi kirkjunnar og Akraneskirkju. Ungmennin verða með innsiglaða bauka. Þetta framlag fermingarbarnanna er liður í fermingarundirbúningi þeirra. Hér gefst þeim tækifæri til að meðtaka boðskap Krists um náungakærleika á áþreifanlegan hátt – og skynja um leið kraft sinn til þess að breyta [...]
Hátíðarræða flutt í Akraneskirkju 17. júní 2014
Sólveig Rún Samúelsdóttir Sólveig Rún Samúelsdóttir Góðan dag kæru kirkjugestir og gleðilega þjóðhátíð. Í dag eru nákvæmlega 70 ár liðin frá því að lýðveldið Ísland var stofnað á Þingvöllum 1944. Það var engin tilviljun að þessi dagur varð fyrir valinu því aðal baráttumaður sjálfstæðisins, Jón Sigurðsson var fæddur þennan dag árið 1811. Jón var afar snjall og útsjónarsamur maður, hann sá tækifæri til baráttu þegar enginn annar sá það. Hann fór ótroðnar [...]
Fjör í opnu húsi eldri borgara
Það var líf og fjör í Vinaminni sl. fimmtudag. Gestur dagsins var hinn síungi Ragnar Bjarnason og skemmti hann gestum eins og honum er einum lagið. Að lokinni skemmtun var hann síðan leystur út með gjöfum í tilefni af áttræðisafmæli hans. Sr. Eðvarð afhenti honum m.a. göngugrind, ullarsokka og bókina um Geiturnar þrjár. Guðjón Hafliðason mætti síðan á svæðið og bauð Ragga, Helle konu hans og sr. Eðvarð á rúntinn í eðalvagni sínum.
Vetrardagskrá 2014-2015
Hér má lesa um vetrardagskrá Akraneskirkju, 2014-2015. Smellið á myndina til að fá hana stærri.
Vetrarstarfið kynnt
Við kvöldmessu í Akraneskirkju í gærkvöldi var sú nýbreytni höfð að með kórnum léku tveir kórfélagar, þeir Halldór Hallgrímsson á gítar og Ingþór Bergmann Þórhallsson á bassa ásamt organista. Fluttir voru sálmar úr nýútgefinni sálmabók og mæltist þetta fyrirkomulag mjög vel fyrir hjá kirkjugestum sem voru fjölmargir. Eftir messu var boðið upp á kaffi og rjómavöfflur í safnaðarheimilinu og vetrarstarfið kynnt í suttu máli. M.a. sungu bráðefnilegar stúlkur úr barnakórnum við mikinn fögnuð viðstaddra.
Ungmennakór Akraneskirkju
Ungmennakór, 2.- 5. bekkur, æfir á miðvikudögum frá kl. 17-17:45. Æfingar fara fram í Iðnskólahúsinu (við hliðina á safnaðarheimilinu). Skemmtilegar söngsamverur fyrir söngelska krakka. Skráning og upplýsingar hjá Sveini Arnari, í s. 433-1505 og 865-8974. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið arnar@akraneskirkja.isÆfingar hefjast miðvikudaginn 17. september.
Fjör á orgeltónleikum
Það voru skemmtilegir krakkar úr Grundaskóla og Brekkubæjarskóla sem heimsóttu Akraneskirkju ásamt kennurum sínum í morgun, 11. september. Organistarnir Jón Bjarnason og Sveinn Arnar Sæmundsson héldu tónleika fyrir krakkana og spiluðu lög úr kvikmyndum og teiknimyndum.