Home2023-01-05T21:45:34+00:00
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna
Vaktsími presta: 893-5900

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Leirárkirkja
Útfarir
Helgistundir
Hjónavígslur
Viðburðir framundan
Skírnir

Vaktsími presta: 893-5900

Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Ýmislegt

Fréttasafn

Uppstigningardagur: vorferð eldri borgara starfsins og guðsþjónusta í Hallgrímskirkju í Saurbæ

Uppstigningardagur 26. maí - kirkjudagur aldraðra - vorferð Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 11, sr. Ólöf Margrét þjónar en Hljómur, sönghópur feban, leiðir söng undir stjórn Lárusar Sighvatssonar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Vorferð eldri borgara starfsins við Akraneskirkju upp í Hvalfjörð, brottför kl. 10 frá Vinaminni. Guðsþjónusta í Saurbæ, súpa snædd á Hótel Glym og endað í Hernámssetrinu. Áætluð heimkoma kl. 16. Skráning og frekari upplýsingar í síma 433 1500 og á [...]

20. maí, 2022|

Guðsþjónusta á hinum almenna bænadegi

Sunnudaginn 22. maí er hinn almenni bænadagur kirkjunnar. Guðsþjónusta er við Akraneskirkju kl. 11 og verður hún með óhefðbundnu sniði þar sem boðið verður upp á bænastöðvar. Hægt verður að kveikja á kertum, skrifa bænarefni, lesa bænatexta og þiggja fyrirbæn við altarið. Verið öll velkomin til kirkju

20. maí, 2022|

Kaffihúsakvöld – Kórs Akraneskirkju

Fimmtudaginn 19. maí klukkan 20.00 heldur Kór Akraneskirkju kaffihúsakvöld. Kórinn flytur létt og skemmtilegt efni, m.a. Fuglakabarettinn eftir þá Daníel Þorsteinsson og Hjörleif Hjartarson Tríó Daníels Þorsteinssonar leikur undir. Kökur og Kræsingar að hætti kórfélaga Verð er 4.000.- Forsala í Versl. Bjarg - Lausir miðar seldir við innganginn  

18. maí, 2022|

Kynningarfundur fyrir væntanleg fermingarbörn

Fermingarfræðslan í Garða- og Saurbæjarprestakalli hefst í ágúst. Nú í vikunni var sendur kynningarbæklingur á öll börn fædd 2009 sem eru búsett í prestakallinu. Þar er að finna upplýsingar um fermingarfræðsluna og fermingarnar næsta vor. Við boðum nú til kynningarfundur mánudaginn 16. maí kl. 19.30. Fundurinn er ætlaður væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Skráning í fermingarfræðsluna fer fram hér á heimasíðunni. Hér er hægt að lesa bæklinginn.    

13. maí, 2022|

Göngumessa 15. maí

Verið hjartanlega velkomin í göngumessu næstkomandi sunnudag kl.11. Gangan hefst við Vinaminni kl. 11 og gengið verður um 2,3 km. Rut Berg mætir með harmonikkuna í gönguna og leikur undir söng hjá kórfélögum úr Kór Akraneskirkju. Á leiðinni munum við hlýða á ritningarlestra og fara með bænir. Að lokinni göngu verður boðið upp á kaffisopa í Vinaminni.

12. maí, 2022|

Sunnudagur 8. maí: Innsetningarmessa kl. 20 í Akraneskirkju

Messa kl. 20 í Akraneskirkju sunnudaginn 8. maí en þá verður sr. Ólöf Margrét Snorradóttir sett formlega í embætti prests í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Prófastur, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, þjónar ásamt prestunum okkar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson, Kór Akraneskirkju syngur, einsöngur Björg Þórhallsdóttir, Rut Berg Guðmundsdóttir leikur á flautu. Meðhjálpari Helga Sesselja Ásgeirsdóttir. Að messu lokinni er boðið í kaffi í Vinaminni. Í tilefni mæðradagsins viljum við hvetja konur til að mæta í [...]

4. maí, 2022|

Fermingar 2023

Á næstu dögum verður sent kynningarbréf til barna fædd 2009 og þeim boðið að taka þátt í fermingarfræðslu næsta vetrar sem hefst í ágúst. Vorið 2023 verður fermt í Akraneskirkju eftirtalda daga: Laugardaginn 25. mars kl. 10.30 Sunnudaginn 26. mars kl. 10.30 og 13.30 Laugardaginn 1.apríl kl. 10.30 og 13.30 Pálmasunnudag 2. apríl kl. 10.30 og 13.30 Fermt verður í Hallgrímskirkju í Saurbæ á skírdag 6. apríl, í Leirárkirkju sunnudaginn 23. apríl og í [...]

3. maí, 2022|

Sumarhátíð á sumardaginn fyrsta

Við ætlum að fagna sumrinu saman í Akraneskirkju sumardaginn fyrsta 21. apríl. Skátafélag Akraness sér um skrúðgöngu sem leggur af stað frá Tónlistarskólanum kl. 10:30 og gengið verður í gegnum bæinn og að Akraneskirkju. Fjölskyldumessa verður í Akraneskirkju kl. 11 með léttu sniði og er fólki einnig velkomið að mæta bara beint þangað kl. 11. Eftir messu verður hægt að hoppa í hoppukastala og fá sér pylsu við Vinaminni. Hvetjum alla til að mæta [...]

20. apríl, 2022|

Dymbilvika og páskar

Helgihald í Garða- og Saurbæjarprestakalli í dymbilviku og um páska 9. apríl Laugardagur fyrir Pálmasunnudag. Akraneskirkja Ferming kl. 10:30 Hallgrímskirkja í Saurbæ Síðdegisguðsþjónusta kl. 18.00 með minningu smurningar Jesú í Betaníu. 10. apríl Pálmasunnudagur Akraneskirkja Sunnudagaskóli í Gamla iðnskólanum kl. 10 Ferming kl. 10:30 Ferming kl. 13:30 Hallgrímskirkja í Saurbæ Íhugun um Pálmavið kl. 18.00. 11. apríl Mánudagur í dymbilviku Hallgrímskirkja í Saurbæ Guðsþjónusta með íhugun um iðrun og fyrirgefningu kl. 18.00. 12. apríl [...]

9. apríl, 2022|

Fermingar í Akraneskirkju 9. og 10. apríl

Laugardaginn 9. apríl er fermingarmessa kl. 10:30 Fermd verða: Aðalheiður Lára Guðlaugsdóttir Aldís Tara Ísaksdóttir Arnar Páll Sigmarsson Aron Snær Einarsson Björn Jónatan Björnsson Dagný Rós Stefánsdóttir Elín Birna Ármannsdóttir Fróði Hrafn Gíslason Hjálmar Jón Heide Sigfússon Hlynur Jón Heide Sigfússon Ívar Orri Sigurðarson Jenný Lind Hannesdóttir Sara Dís Óskarsdóttir Styrmir Jóhann Ellertsson Sunnudaginn 10. apríl eru tvær fermingarathafnir, kl. 10:30 og 13:30 Fermd verða kl. 10:30: Jón Þór Finnbogason Kara Líf Traustadóttir Karl [...]

9. apríl, 2022|

Fermingar 3. apríl

Þann 3. apríl næstkomandi verða 2 fermingarathafnir í Akraneskirkju. Sú fyrri kl. 10.30 og síðari kl. 13.30. Þau sem fermd verða kl. 10.30 eru: Aldís María Smáradóttir Arnar Már Garðarsson Benedikt Víkingur Rúnarsson Bjarki Berg Reynisson Elísabet Fróðný Eiríksdóttir Elsa Fanney Gunnarsdóttir Gestur Ólafur Elíasson Guðmundur Hrafnkell Daðason Hafdís María Arnórsdóttir Jökull Viktor Jakobsson Natalía Björg D Binkowska Sesar Óli Guðrúnarson Sveinn Þór Elinbergsson Þau sem fermd verða kl. 13.30 eru: Anna Málfríður Ottesen [...]

1. apríl, 2022|
Hlaða fleiri fréttum
Go to Top